Kjallari Seðlabankans fullur af skuldabréfum á brettum 12. apríl 2010 12:41 Eftir því sem leið á vorið 2008 jókst mikilvægi þess að Seðlabankinn myndi leiðrétta þau mistök sín með því að afla sér traustari veða. Síðasta mánuðinn fyrir hrun bankanna árið 2008 var kjallari Seðlabankans orðinn fullur af brettum með skuldabréfum frá stóru bönkunum þremur og öðrum fjármálastofnunum.Við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis var Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, spurður að því hvort ekki hefði komið til tals að skipta veðum í óvörðum skuldabréfum út fyrir önnur veð. Sturla svaraði: „Jú, en þá hefði ég alveg eins getað farið að loka bönkunum."Sturla var þá spurður hvort ekki hefði komið til greina að taka einhverjar lánabækur bankanna að veði í stað framangreindra óvarinna skuldabréfa. Sturla svaraði: „Nei, nei, nei. Við vorum búnir að opna á allt. Kjallarinn í Seðlabankanum er fullur af brettum með handhafaskuldabréfum. Við vorum búnir að taka af þeim, við tókum af þeim allt sem þeir gátu afhent.Það sem við reynum að gera með því að opna á þessa ABS-a og þetta erlenda er að byrja á að opna á allt sem þeir geta afhent okkur rafrænt. Það er bara svo rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf. Og það er í rauninni ekki fyrr en held ég bara í september sem við erum farnir að taka þetta á brettum…"Almennt benti Sturla á: „Ef þú skoðar veðlánareglur í heiminum og þær breytingar sem menn hafa verið að gera á veðlánareglum þá er það þannig, við ákváðum að halda okkur bara við reglurnar eins og þær voru. Við vissum það að við þyrftum að koma lausafé út í kerfið, „no matter what". Eina leiðin til þess að það væri smuga að þetta kerfi lifði þetta af væri að það fengi lausafjárfyrirgreiðslu.Í staðinn fyrir að gera t.d. eins og við hefðum getað gert, eins og danski seðlabankinn sem lánaði bara án trygginga út á það eigið fé sem var umfram 8 prósentin, menn, hefðum alveg getað gert eins og bandaríski seðlabankinn, að lána út á hlutabréf og alls konar hluti."Rannsóknarnenfdin segir að ekki verður á það fallist að það geti talist málefnalegar ástæður þess að ekki var leitað eftir haldbetri veðum að það hafi verið „rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf". Enda var það beinlínis hlutverk stofnunarinnar að huga að veðtryggingum fyrir kröfum sínum á hendur fjármálastofnunum og varð það hlutverk síst léttvægara eftir því sem lánveitingar til þeirra jukust hratt og numu vikulega fjárhæðum sambærilegum árlegum fjárlögum ríkisins.Eftir því sem leið á vorið 2008 jókst mikilvægi þess að Seðlabankinn myndi leiðrétta þau mistök sín með því að afla sér traustari veða. Í því samhengi verður að líta til þess að við fall bankanna námu heildarlánveitingar Seðlabanka Íslands með veði í óvörðum skuldabréfum til íslenskra fjármála- fyrirtækja rúmlega 300 milljörðum króna, en þar af voru um 200 milljarðar vegna veðlána stóru bankanna þriggja og Icebank. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Síðasta mánuðinn fyrir hrun bankanna árið 2008 var kjallari Seðlabankans orðinn fullur af brettum með skuldabréfum frá stóru bönkunum þremur og öðrum fjármálastofnunum.Við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis var Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, spurður að því hvort ekki hefði komið til tals að skipta veðum í óvörðum skuldabréfum út fyrir önnur veð. Sturla svaraði: „Jú, en þá hefði ég alveg eins getað farið að loka bönkunum."Sturla var þá spurður hvort ekki hefði komið til greina að taka einhverjar lánabækur bankanna að veði í stað framangreindra óvarinna skuldabréfa. Sturla svaraði: „Nei, nei, nei. Við vorum búnir að opna á allt. Kjallarinn í Seðlabankanum er fullur af brettum með handhafaskuldabréfum. Við vorum búnir að taka af þeim, við tókum af þeim allt sem þeir gátu afhent.Það sem við reynum að gera með því að opna á þessa ABS-a og þetta erlenda er að byrja á að opna á allt sem þeir geta afhent okkur rafrænt. Það er bara svo rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf. Og það er í rauninni ekki fyrr en held ég bara í september sem við erum farnir að taka þetta á brettum…"Almennt benti Sturla á: „Ef þú skoðar veðlánareglur í heiminum og þær breytingar sem menn hafa verið að gera á veðlánareglum þá er það þannig, við ákváðum að halda okkur bara við reglurnar eins og þær voru. Við vissum það að við þyrftum að koma lausafé út í kerfið, „no matter what". Eina leiðin til þess að það væri smuga að þetta kerfi lifði þetta af væri að það fengi lausafjárfyrirgreiðslu.Í staðinn fyrir að gera t.d. eins og við hefðum getað gert, eins og danski seðlabankinn sem lánaði bara án trygginga út á það eigið fé sem var umfram 8 prósentin, menn, hefðum alveg getað gert eins og bandaríski seðlabankinn, að lána út á hlutabréf og alls konar hluti."Rannsóknarnenfdin segir að ekki verður á það fallist að það geti talist málefnalegar ástæður þess að ekki var leitað eftir haldbetri veðum að það hafi verið „rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf". Enda var það beinlínis hlutverk stofnunarinnar að huga að veðtryggingum fyrir kröfum sínum á hendur fjármálastofnunum og varð það hlutverk síst léttvægara eftir því sem lánveitingar til þeirra jukust hratt og numu vikulega fjárhæðum sambærilegum árlegum fjárlögum ríkisins.Eftir því sem leið á vorið 2008 jókst mikilvægi þess að Seðlabankinn myndi leiðrétta þau mistök sín með því að afla sér traustari veða. Í því samhengi verður að líta til þess að við fall bankanna námu heildarlánveitingar Seðlabanka Íslands með veði í óvörðum skuldabréfum til íslenskra fjármála- fyrirtækja rúmlega 300 milljörðum króna, en þar af voru um 200 milljarðar vegna veðlána stóru bankanna þriggja og Icebank.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira