Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun 19. apríl 2010 18:30 Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. Stapi fjárfestingafélag var stofnað þegar verðlausar eignir voru færðar úr Gnúpi í Glitni árið 2008. Um var að ræða hlutabréf í Mosaic Fashions og Landic Property. Ásamt umræddum eignum var skuld Gnúps við Glitni banka upp á á annan tug milljarða færð inn í Stapa. Gnúpur var stór hluthafi í FL Group en varð gjaldþrota snemma árs 2008. Glitnir leitaði síðan að kaupanda að félaginu, en með því komst bankinn hjá því að afskrifa skuldina sumarið 2008. Tómas Hermannsson, bókaútgefandi, varð fyrir valinu. Tómas sendi fréttastofu eftirfarandi skilaboð í dag: „Sumarið 2008 hafði starfsmaður fyrirtækjasviðs Glitnis samband við mig og kynnti fyrir mér viðskiptatækifæri sem fólst í yfirtöku á Stapa. Ég hafði þá um nokkurra ára skeið verið viðskiptavinur Glitnis. Án vandlegrar íhugunar gekk ég að tilboðinu. Réði þar mestu áhugi minn á frekari þátttöku í viðskiptalífinu sem ég taldi á leið upp úr öldudalnum.Tók ég mark á yfirlýsingum ráðamanna þar um. Fáum mánuðum síðar sá ég mig um hönd og leitaði leiða til að rifta viðskiptunum. Málaleitan í þá átt lauk með samningum við skilanefnd Glitnis um yfirtöku á Stapa.Vert er að taka fram að á þeim nokkru vikum sem ég annaðist um mál Stapa fjárfestingafélags voru ekki gerðar neinar hreyfingar á eignasafni þess. Ég skilaði því til bankans nákvæmlega eins og ég fékk það." Við skoðun skilanefndar Glitnis kom í ljós að eignir Stapa voru einskis virði og voru þær því metnar á 0 krónur í árslok 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Stapi skuldi Glitni rúma 17 milljarða króna, og flokkast skuldin sem áhættuskuldbinding. Þá skuld þarf að afskrifa að fullu í bókum bankans. Málið er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis, á byrjunarstigi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Líklegt er að með þessum snúningum hafi starfsmenn fyrirtækjasviðs Glitnis brotið reglur bankans, en ekki liggur fyrir hvaðan skipunin um að haga málum með þessum hætti kom. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. Stapi fjárfestingafélag var stofnað þegar verðlausar eignir voru færðar úr Gnúpi í Glitni árið 2008. Um var að ræða hlutabréf í Mosaic Fashions og Landic Property. Ásamt umræddum eignum var skuld Gnúps við Glitni banka upp á á annan tug milljarða færð inn í Stapa. Gnúpur var stór hluthafi í FL Group en varð gjaldþrota snemma árs 2008. Glitnir leitaði síðan að kaupanda að félaginu, en með því komst bankinn hjá því að afskrifa skuldina sumarið 2008. Tómas Hermannsson, bókaútgefandi, varð fyrir valinu. Tómas sendi fréttastofu eftirfarandi skilaboð í dag: „Sumarið 2008 hafði starfsmaður fyrirtækjasviðs Glitnis samband við mig og kynnti fyrir mér viðskiptatækifæri sem fólst í yfirtöku á Stapa. Ég hafði þá um nokkurra ára skeið verið viðskiptavinur Glitnis. Án vandlegrar íhugunar gekk ég að tilboðinu. Réði þar mestu áhugi minn á frekari þátttöku í viðskiptalífinu sem ég taldi á leið upp úr öldudalnum.Tók ég mark á yfirlýsingum ráðamanna þar um. Fáum mánuðum síðar sá ég mig um hönd og leitaði leiða til að rifta viðskiptunum. Málaleitan í þá átt lauk með samningum við skilanefnd Glitnis um yfirtöku á Stapa.Vert er að taka fram að á þeim nokkru vikum sem ég annaðist um mál Stapa fjárfestingafélags voru ekki gerðar neinar hreyfingar á eignasafni þess. Ég skilaði því til bankans nákvæmlega eins og ég fékk það." Við skoðun skilanefndar Glitnis kom í ljós að eignir Stapa voru einskis virði og voru þær því metnar á 0 krónur í árslok 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Stapi skuldi Glitni rúma 17 milljarða króna, og flokkast skuldin sem áhættuskuldbinding. Þá skuld þarf að afskrifa að fullu í bókum bankans. Málið er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis, á byrjunarstigi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Líklegt er að með þessum snúningum hafi starfsmenn fyrirtækjasviðs Glitnis brotið reglur bankans, en ekki liggur fyrir hvaðan skipunin um að haga málum með þessum hætti kom.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira