Stjórnvöld misnota Framkvæmdasjóð aldraðra Björgvin Guðmundsson og skrifa 16. desember 2010 05:15 Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun