Mikilvægir styrkir 31. mars 2010 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavíkurborgar afhenta þróunarstyrki leikskólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka samstarf á milli leikskóla, hefja samstarfsverkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slíkir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróunar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfsfólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bankanna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldrar áttu fleiri samverustundir með börnum sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmyndar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skólarnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og endurskoða og prófa eitthvað nýtt - allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavíkurborgar afhenta þróunarstyrki leikskólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka samstarf á milli leikskóla, hefja samstarfsverkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slíkir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróunar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfsfólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bankanna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldrar áttu fleiri samverustundir með börnum sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmyndar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skólarnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og endurskoða og prófa eitthvað nýtt - allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar