Handbolti

Valdimar sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdimar í leik gegn Val í vetur.
Valdimar í leik gegn Val í vetur.

Valdimar Fannar Þórsson úr HK var í kvöld valinn besti leikmaður N1-deildar karla. Valdimar var einnig valinn besti sóknarmaðurinn og hlaut hinn eftirsótta Valdimarsbikar.

Það eru þjálfarar deildarinnar sem velja hver fær þann bikar en hann fær sá sem er talinn mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Þetta var því svo sannarlega kvöld Valdimars.

Besti varnarmaður deildarinnar var valinn Gunnar Berg Viktorsson úr Haukum og efnilegastur var Oddur Gretarsson frá Akureyri.

Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var síðan valinn þjálfari ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×