Handbolti

Stjörnumenn unnu FH í Kaplakrika og Fram fór aftur á botninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn unnu flottan sigur á FH í kvöld.
Stjörnumenn unnu flottan sigur á FH í kvöld. Mynd/Arnþór
Það voru sviftingar í botnbaráttu N1 deildar karla í handbolta í kvöld þar sem Fram og Stjarnan skiptu um sæti eftir jafna og spennandi leiki hjá báðum liðum. Stjarnan komst úr botnsætinu með 28-27 sigri á FH á útivelli en Framarar töpuðu naumlega 32-33 á heimavelli fyrir toppliði Hauka.

Stjarnan hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna og er því ofar í töflunni nú þegar liðin eru jöfn að stigum í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Gróttumenn komust upp í 6. sætið með 29-26 sigri á Akureyri á sunnudaginn.

Úrslit og markaskorarar í leikjunum í kvöld.

Fram-Haukar 32-33 (18-18)

Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 8, Haraldur Þorvarðarson 5, Einar Rafn Eiðsson 5, Magnús Stefánsson 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Guðjón Finnur Drengsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Hákon Stefánsson 2.

Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 9, Freyr Brynjarsson 6, Einar Örn Jónsson 4, Guðmudnur Árni Ólafsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 2, Pétur Pálsson 2.

FH-Stjarnan 27-28 (11-15)

Mörk FH: Ólafur Gústafsson 8, Bjarni Fritzson 7, Ólafur Guðmundsson 4,

Örn Ingi Bjarkason 3, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Benedikt Reynir Kristinsson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Hermann Ragnar Björnsson 1.

Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 7, Vilhjálmur Halldórsson 6, Tandri Konráðsson 3, Kristján Svan Kristjánsson 3, Sverrir Eyjólfsson 3, Daníel Örn Einarsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×