Áframhaldandi stöðnun Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun