Erlent

Íbúar fluttir frá strandsvæðum

Fárviðri Eitt versta veður sem komið hefur á Filippseyjum. nordicphotos/AFP
Fárviðri Eitt versta veður sem komið hefur á Filippseyjum. nordicphotos/AFP

Á annað hundrað þúsund manns voru fluttir burt frá strandsvæðum á Filippseyjum áður en fellibylurinn Megi skall á í gær.

Fárviðrið olli miklu tjóni og kostaði að minnsta kosti þrjá menn lífið.

Þegar veðrið gekk niður lágu tré og símastaurar eins og hráviði um landið. Fyrrverandi hershöfðingi sagði undirbúninginn fyrir ofviðrið einna helst hafa líkst undirbúningi fyrir styrjöld.

Veðrið olli einnig miklu tjóni í nágrannaríkjunum, meðal annars í Víetnam og Kína.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×