Innlent

Varnargarðarnir virðast halda við efri brúna

Flóðið í gær var gríðarlegt.
Flóðið í gær var gríðarlegt.

Flóðið lamdi duglega á varnargörðunum við efri brúna að sögn Ásgeirs Árnasonar, bónda við Stórumörk 3, sem er nærri Þórsmörk. Hann fylgist með flóðinu og lýsti því þannig að það virtist minna í því heldur en í gær en það væri þó allt öðruvísi. Vatnið væri fullt af ís auk krapa og eðju.

„Mér finnst svona jafnvægi á þessu," sagði Ásgeir en aðspurður hvernig varnargarðarnir væru að standa sig svaraði hann: „Það er ofsalega hátt á honum en hann heldur samt."

Þá sagði Ásgeir einnig að flóðið virtist ekki jafn hátt undir efri brúnni og flóðið í gær en hann horfði á vatnselginn frá Litla Dímon.

Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum þá var talið að flóðið væri meira um sig en í gær. Þá er tjónið vegna flóðsins nú þegar meira en vegna flóðanna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×