Innlent

Aukið álag á heilbrigðisstofnanir vegna eldgossins

eyjafjallajökull Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið Íslendingum ýmsum vandræðum.
eyjafjallajökull Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið Íslendingum ýmsum vandræðum.

Heildarkostnaður heilbrigðisþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið metinn 41,5 milljónir króna. Kostnaðurinn hefur að mestu fallið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) en áætlað er að alls muni gosið kosta HSu 32,8 milljónir.

Stærstur hluti kostnaðarins er launakostnaður starfsmanna sem HSu hefur þurft að ráða til að bregðast við gosinu en HSu réð þrjá starfsmenn til níu mánaða. Er þar um að ræða einn lækni, einn hjúkrunarfræðing og einn sálfræðing. Að auki vegur kostnaður vegna aksturs, vinnuaðstöðu og búnaðar nýrra starfsmanna þungt.

HSu gerir ráð fyrir að á næstu mánuðum verði áfram þörf fyrir þjónustu við áfallahjálp.

Landspítalinn hefur að beiðni sóttvarnalæknis sett á fót sérstakt rannsóknarteymi vegna öndunarfæra- og bólgusjúkdóma af völdum gosefna hjá þeim sem eru með einkenni um sjúkdóm eða eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma. Kostnaður vegna þessara rannsókna er talinn nema 2,6 milljónum króna.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×