Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin 2. desember 2010 04:30 Gagnaver Aðstæður á Íslandi þykja heppilegar fyrir rekstur gagnavera, meðal annars vegna þess að raforka er ódýr og umhverfisvæn og loftslagið er kalt. Skattalegt umhverfi er ekki jafn hagstætt.Nordicphotos/AFP Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira