Ökumenn verða að passa bíla sína séu þeir á slóðum þar sem búast má við öskufalli. Vélarnar eru líklegar til að soga að sér öskuna þannig að hún stífli bílana. Það gæti valdið umtalsverðu tjóni fyrir bifreiðaeigendur.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli hafa þó hingað til ekki borist neinar fréttir af því að bílar hafi skemmst vegna öskufalls.
