Ekkert mál með Beyoncé 19. ágúst 2010 08:30 Afslappaður Ásgrímur Már Friðriksson, fatahönnuður, telur ekki að Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm
Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira