Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið 20. maí 2010 05:15 Seðlabankastjórar skiptast á gjöfum Már Guðmundsson seðlabankastjóri færði kollega sínum í gær tvær bækur um Ísland auk tveggja krukkna með ösku úr Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi, bróðir hans, útvegaði. Á móti gaf Yves Mersch Má öskju með sérsleginni evrumynt með mynd af hauki. MYND/SEÐLABANKINN Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira