Innlent

Öskufall ætti ekki að ógna öryggi bufjár

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir.
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir.
Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við. Það kann þó að verða þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum yfir sauðburðinn, sem er að hefjast.

Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem fylgist með framvindu mála.. Sauðburður er almennt ekki byrjaður, en þrátt fyrir að allt fé yrði látið bera innandyra í fjárhúsunum, ætti að vera nægilegt pláss fyrir ærnar og lömbin þar. Þá sé ekki komið að því að sleppa kúnum út til sumarbeitar, og auðvelt sé að fresta því. Hinsvegar sé ekki til húsaskjól fyrir nærri öll hross í landinu, en þar sem þannig hátti til þurfi bændur að fyrirbyggja að þau drekki vatn úr tjörnum eða pollum.

Þau verði að komast í heilnæmt vatn, og svo verði að gefa þeim hey, alveg ótæpilega, svo þau fari ekki að kroppa í grassvörðinn, þar sem flúormenguð askan er, segir Halldór. Þá telur hann að hey af túnum, sem fá á sig einhverja ösku núna, verði heilnæmt fóður þegar það verður slegið í sumar, þar sem stráin taki ekki í sig eiturefni. Loks leggur hann til að fólk á þéttbýlissvæðunum suðvestanlands haldi gæludýrum sínum innandyra, ef vindátt snýst og og aska fer að falla suðvestanlands.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×