Innlent

Forsvarsmenn Snowmobile kallaðir til skýrslutöku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys.
Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys.

Forsvarsmenn Snowmobile verða kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi á næstu dögum vegna skosku mæðginana sem týndust á Langjökli fyrir viku. Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys.

Síðan mæðginin urðu viðskila við ferðafélaga sína á Langjökli í aftakaveðri fyrir rúmri viku hefur lögreglan aflað ýmissa gagna til að rannsaka ástæður þess að þau týndust. Meðal annars hefur lögreglan farið yfir veðurspár og það hvernig Veðurstofan kom viðvörunum sínum á framfæri við landsmenn.

Að sögn konunnar týndust þau vegna þess að sleði þeirra fór út af slóðinni og konan náði ekki að koma honum aftur inn á slóðina. Síðan drap sleðinn á sér en þá var hópurinn horfinn út í sortann.

Lögreglu ber skylda til að rannsaka svona óhöpp, óháð því hvort málið er skoðað sem hugsanlegt sakamál. Í almennum hegningarlögum er þó lagagrein sem segir að hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, getur þurft að sæta fangelsi allt að 8 árum. Eins segir þar að sá sé talinn eiga að sæta refsingu sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×