Innlent

Öskugosið: Tugmilljón króna skaði fyrir íslenskan ferðaiðnað

Öskufall við Kirkjubæjarklaustur.
Öskufall við Kirkjubæjarklaustur.

„Við vorum einmitt að klára félagsfund þar sem við kölluðum saman sérfræðinga og ræddum málið," segir Erna Hauksdóttir sem hefur gífurlega miklar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar vegna öskugossins í Eyjafjallajökli.

Gosið hefur nú þegar stöðvað nær allar flugsamgöngur í Bretlandi og norður Evrópu. Annað eins hefur ekki gerst á friðartímum í Evrópu.

Við erum bara að fylgjast með en þegar flug liggur niðri með þessum hætti og búið að loka svona mörgum flugvöllum í okkar helstu viðskiptalöndum þá er ljóst að það eru tugmilljón króna skaði sem hlýst af því," segir Erna sem segir tjónið gífurlegt enda kemst engin til Íslands frá vestur-Evrópu.

Þá eru að auki fjölmargir ferðmenn strandaglópar hér á landi.

„Við vonum bara að þetta standi ekki lengi," segir Erna en veðurspáin er ekki hagstæð því spáð er svipaðri vindátt og hefur verið. Erna segist ekki hafa upplifað annað eins en hún bendir á að það sé nauðsynlegt að þeim skilaboðum sé komið áleiðis til erlendra ferðamanna að hér sé ekki í kalda koli.

„Þetta er mikið áfall. Við vonum bara að þetta vari stutt," segir Erna að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×