Handbolti

Einar Andri: Akureyringar voru beittari

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Einar Andri.
Einar Andri.
Einar Andri Einarsson kennir slakri vörn um lélegan leik FH í fyrri hálfleik gegn Akureyri í kvöld. Markmenn liðanna vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Akureyri vann leikinn 33-30.

Byrjum á markvörslunni í fyrri hálfleik, tvö skot sem gerði ykkur strax erfitt fyrir.

"Ég ætla ekki að setja þetta allt á markmennina. Akureyringar fengu að komast inn fyrir óáreittir og skjóta að vild. Ég vil frekar skrifa þetta á mjög slakan varnarleik. Það sást í seinni hálfleik að þegar við fórum að spila vörn kom markvarslan með. Við höfum verið með eina bestu markvörsluna í vetur og þetta var bara varnarleikurinn sem var slakur."



Hvað sagðirðu við þína menn í hálfleik? Þeir jafna leikinn á einum átta mínútum.

"Þeir sáu sjálfir bara um að peppa sig upp. Þeir voru mjög ósáttir við sinn leik. Við vorum ekki að spila nálægt okkar getu. Við ákváðum að fara að byrja þetta og við sýndum góðan karkater með að jafna."

Það vantaði herslumuninn að þið jafnið. Flóki ver hraðaupphlaup hjá Bjarna og svo gott skot og það var eins og það vantaði sárlega fyrir ykkur að stíga það skref.

"Við fengum þrjú eða fjögur færi til að komast yfir. Það hefði kannski gert gæfumuninn."

"Akureyringar voru samt bara beittari. Þeir ætluðu sér þetta. Við höfum unnið þá þrisvar á tímabilinu og maður sá það bara frá fyrstu mínútu að þeir voru klárir í þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×