

Skuldir þarf að greiða
Íslenskt þjóðfélag er í miklum vanda sem snertir alla. Alltof margir hafa safnað alltof miklum skuldum í alltof langan tíma. Eina ráðið er að semja um skuldirnar, deila þeim niður með sanngjörnum og ábyrgum hætti og greiða þær. Engin lausn fæst með því að efna til átaka milli skuldara, þjóðfélagshópa eða kynslóða. Tilraunir til þess að velta skuldum eins yfir á herðar annars verða aldrei grundvöllur sanngjarnrar og farsællar niðurstöðu. Slíkt háttalag endurspeglar aðeins sérhyggju og ábyrgðarleysi. Afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum og niðurfærslu á höfuðstól lána eins og krafist er mun skerða verulega almenn lífeyrisréttindi og þrengja heiftarlega að ellilífeyrisþegum.
Skuldarar tóku sín lán með erlendri verðtryggingu af fúsum og frjálsum vilja. Nóg var framboðið af lánsfé og menn gátu valið lánastofnun, lánsform og verðtryggingu. Erlenda verðtryggingin var eftirsótt vegna þess að vextir voru lágir og að auki þýddi sterkt gengi íslensku krónunnar að verðtryggingin var lítil sem engin í samanburði við innlenda verðtryggingu. Aðilar máls gerðu með sér samning um að skuldarinn endurgreiddi það fé sem hann tók að láni. Verðtryggingin er til þess að svo verði. Lánið hefði ekki staðið til boða ef ekki væri verðtrygging. Það var hverjum skuldara fullkunnugt um. Hæstiréttur gerir engar athugasemdir við verðtryggingu fjárins, heldur form hennar. Samningurinn stendur að öðru leyti. Skuldarinn á áfram að endurgreiða verðmæti lánsins en finna þarf lögmæta verðtryggingu. Það er eðlilegt og sanngjarnt að verðtryggja lánið við vísitölu neysluverðs. Annað helst óbreytt þar með talið vextirnir. Þar með efnir skuldarinn samninginn og greiðir lánið til baka, nýtur áfram lágu vaxtanna og þess að verðtryggingin er lægri. Lánastofnunin tapar nokkru en fær þó lánið endurgreitt að fullu í íslenskum krónum, enda er það úrskurðurinn í málinu að lánið hafi verið að öllu leyti innlent. Segja má að aðilar deili milli sín tapinu á gjaldeyrishruninu með sanngjörnum hætti. Enda voru þeir báðir aðilar að hinu ólögmæta ákvæði og hljóta báðir að bera ábyrgð á því.
Fyrir liggur niðurstaða Héraðsdóms þess efnis að mikil hækkun bílaláns sem tryggt var með gengi erlendra mynta leiðir ekki til ógildingar samningsins, en greiðandi taldi að samningurinn væri ósanngjarn og vísaði til 36. laga um samningagerð, umboð og ólögmæta gerninga.
Hæstiréttur breytti þessari niðurstöðu ekki, en sneri dómnum við af öðrum ástæðum. Hvernig sem á málin er litið þá er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að greiða skuld sína í kjölfar dóms Hæstaréttar og láti öðrum það eftir. Fjárhæðirnar eru svo háar sem um er að tefla að slíkt gengur ekki.
Verðtryggð skuld sem breytist í óverðtryggða er skuldatilfærsla frá einum til annars og mismunar skuldurum. Fráleitt er að fella niður verðtryggingu höfuðstóls lána af sumum lánum en viðhalda henni á öðrum. Hægt er að endurmeta grundvöll verðtryggingarinnar ef rök standa til þess en meginreglan verður að vera sú að lántakandi endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Stórfelldar fjármagns- og eignatilfærslur milli þjóðfélagshópa sundra þjóðinni og magna deilurnar og á því er síst þörf um þessar mundir. Verkefni stjórnvalda er að leiða málin til lykta þannig að sanngjarnt sé og sæmilegur friður skapist um niðurstöðuna þegar frá líður. Það verður ekki auðvelt verk við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu þar sem óbilgjarn og öfgakenndur málflutningur er áberandi. En þar mun skipta sköpum að lausnin verði sanngjörn, hófsöm og ábyrg.
Skoðun

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar