Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri 29. maí 2010 06:00 Evrópusamtökin segja unga bændur slíta orð Angelu Merkel úr samhengi. Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira