Svisslendingurinn Roger Federer vann sigur á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun en hann lagði Andy Murray frá Skotlandi í úrslitaviðureigninni.
Federer vann þriðja settið eftir mikla spennu 7-6 en hann sýndi flott tilþrif í fyrstu tveimur og vann þau 6-4 og 6-4. Þetta var í fjórða sinn sem Federer fagnar sigri á opna ástralska meistaramótinu.