Tíska og hönnun

Látlaust og klæðilegt

Haustlína Rag & Bone 2011.
Haustlína Rag & Bone 2011.

Tískumerkið Rag & Bone kynnti nýverið hluta af nýrri haustlínu sinni fyrir árið 2011. Línan er látlaus, þægileg og hrikalega flott og samanstendur af síðum pilsum, víðum stuttermabolum og þægilegum prjónapeysum.

Snillingarnir á bak við Rag & Bone eru vinirnir David Neville og Marcus Wainwright og hófst þeirra samstarf þeirra árið 2002 þegar þeir ákváðu að hanna saman gallabuxnalínu.

Haustlína Rag & Bone 2011.
Hvorugur þeirra hefur þó menntað sig á sviði hönnunar heldur virðast hafa þetta í blóðinu auk þess sem þeir njóta góðs af hæfileikaríku samstarfsfólki sínu.

Fyrsta kvenfatalína merkisins var frumsýnd árið 2005 og sló hún í gegn.

Merkið er eitthvað sem allir tískuunnendur ættu að fylgjast vel með enda eru fötin sérstaklega klæðileg og flott. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×