Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun