Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun