Smíðaði eigið borðstofuborð 17. október 2010 19:15 Kristján leitaði fanga í Góða hirðinum og fékk hægindastólinn fyrir slikk. Heimili Kristjáns Brynjars Bjarnasonar og Erlu Bjargar Valgeirsdóttur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt. Kristján og Erla eru nýflutt inn í nýtt hús við Laugaveg. Þrátt fyrir staðsetninguna segir Kristján rólegt í húsinu. „Við þekkjum bæði miðbæjarskarkalann en við verðum ekki vör við neitt, þetta er eins og að búa uppi í sveit," segir Kristján. Beðinn um að lýsa heimilinu segir hann stílinn blöndu af nýju og gömlu. Leitað hafi verið fanga í Góða hirðinum en heimilið prýða einnig húsgögn eftir Kristján sjálfan, sem er húsasmiður að mennt. Kristján smíðaði borðstofuborð fyrir heimilið. Stólarnir leyndust á smíðaverkstæði frænda Kristjáns og reyndust í hinu besta ástandi. „Borðstofuborðið smíðaði ég því mér blöskraði verðlagið á borðstofuborðum á markaðnum. Þetta er mdf-plata lökkuð með bílalakki en grindina og fæturna smíðaði ég úr tekkstaur sem ég fékk ódýrt og þurrkaði upp. Ég nýtti afganginn af honum í litla drauga sem ég hef í gluggakistunni," segir Kristján þar sem hann situr við gluggann í gömlum stól úr Góða hirðinum. Stólana við borðstofuborðið sá Kristján á smíðaverkstæði hjá frænda sínum sem hann vann hjá um tíma. Hann hafði lengi augastað á þeim áður en hann fékk þá gefins. „Stólarnir eru í fínu ástandi. Við vitum ekki alveg uppruna þeirra, hvort þeir eru íslensk sjóræningjaútgáfa af stólum Hans J. Wegner eða hvort þeir eru eftir hann sjálfan, en við erum mjög ánægð með þá. Skenkinn fengum við líka í Góða hirðinum. Hann var illa farinn svo ég sparslaði hann upp og málaði. Björg hefur gaman af styttum héðan og þaðan og gylltu ugluna á skenknum fékk hún að gjöf frá ömmu sinni. Í skálinni býr síðan gullfiskurinn okkar, hún Gerður." - rat Kristján smíðaði náttborðið úr afgangs eikarparketti. Borðið er á þremur fótum en Kristján hefur gaman af hlutum sem fá áhorfandann til að efast um að þeir geti staðið. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Heimili Kristjáns Brynjars Bjarnasonar og Erlu Bjargar Valgeirsdóttur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt. Kristján og Erla eru nýflutt inn í nýtt hús við Laugaveg. Þrátt fyrir staðsetninguna segir Kristján rólegt í húsinu. „Við þekkjum bæði miðbæjarskarkalann en við verðum ekki vör við neitt, þetta er eins og að búa uppi í sveit," segir Kristján. Beðinn um að lýsa heimilinu segir hann stílinn blöndu af nýju og gömlu. Leitað hafi verið fanga í Góða hirðinum en heimilið prýða einnig húsgögn eftir Kristján sjálfan, sem er húsasmiður að mennt. Kristján smíðaði borðstofuborð fyrir heimilið. Stólarnir leyndust á smíðaverkstæði frænda Kristjáns og reyndust í hinu besta ástandi. „Borðstofuborðið smíðaði ég því mér blöskraði verðlagið á borðstofuborðum á markaðnum. Þetta er mdf-plata lökkuð með bílalakki en grindina og fæturna smíðaði ég úr tekkstaur sem ég fékk ódýrt og þurrkaði upp. Ég nýtti afganginn af honum í litla drauga sem ég hef í gluggakistunni," segir Kristján þar sem hann situr við gluggann í gömlum stól úr Góða hirðinum. Stólana við borðstofuborðið sá Kristján á smíðaverkstæði hjá frænda sínum sem hann vann hjá um tíma. Hann hafði lengi augastað á þeim áður en hann fékk þá gefins. „Stólarnir eru í fínu ástandi. Við vitum ekki alveg uppruna þeirra, hvort þeir eru íslensk sjóræningjaútgáfa af stólum Hans J. Wegner eða hvort þeir eru eftir hann sjálfan, en við erum mjög ánægð með þá. Skenkinn fengum við líka í Góða hirðinum. Hann var illa farinn svo ég sparslaði hann upp og málaði. Björg hefur gaman af styttum héðan og þaðan og gylltu ugluna á skenknum fékk hún að gjöf frá ömmu sinni. Í skálinni býr síðan gullfiskurinn okkar, hún Gerður." - rat Kristján smíðaði náttborðið úr afgangs eikarparketti. Borðið er á þremur fótum en Kristján hefur gaman af hlutum sem fá áhorfandann til að efast um að þeir geti staðið.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira