Tvö flóð í Markarfljóti í nótt 16. apríl 2010 07:03 MYND/Stefán Karlsson Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira