Hrunskýrslu aftur seinkað 25. janúar 2010 11:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira