Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 26. apríl 2010 23:28 Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira