Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 26. apríl 2010 23:28 Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira