Handbolti

Freyr: Fannar fékk að skjóta að vild

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Brynjarsson.
Freyr Brynjarsson. Mynd/Daníel
Freyr Brynjarsson nýtti öll fjögur skotin sín fyrir Hauka í kvöld en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir Val í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitli karla í handbolta, 32-30.

Liðin mætast því í oddaleik á laugardaginn. „Þeir gáfust aldrei upp og voru alltaf skrefinu framar. Við náðum þó að koma okkur aftur inn í leikinn á þolinmæðinni."

Framlengja þurfti leikinn í kvöld en Gunnar Berg Viktorsson fékk að líta rauða spjaldið í blálok venjulegs leiktíma.

„Það var erfitt að þurfa að byrja einum færri í framlengingunni en þetta eru flottir dómarar sem dæmdu þennan leik og þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera."

„En Fannar [Þór Friðgeirsson] var öflugur í kvöld og miklu öflugri en í síðasta leik. Kannski var munurinn að við náðum að halda honum niðri í þá en núna fékk hann að skjóta nánast að vild."

„Það vantaði svo aðeins að fá smá markvörslu í lokin en það kemur bara í næsta leik. Varnarleikurinn var heldur ekkert framúrskarandi og við getum klárlega betur þar."

„Það er líka gaman að fá oddaleik og verður örugglega troðfullt og mikil og góð stemning á Ásvöllum á laugardaginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×