Innlent

BSRB fagnar frumvarpi

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.

BSRB fagnar því að samkvæmt mjólkurfrumvarpi Jóns Bjarnasonar, landbúnaðarráðherra, fá bændur aukið svigrúm til heimavinnslu. BSRB vill þó að heimildirnar verði auknar enn frekar.

BSRB segist hins vegar ekki taka afstöðu til áforma um að leggja harðar sektarrefsingar við starfsemi bænda sem ekki eiga mjólkurkvóta. Í umsögn um frumvarpið til Alþingis segir BSRB þó að það sé „engum til hagsbóta, hvorki neytendum né framleiðendum, að einstök tilvik utan kerfis vinni gegn kerfinu og grafi þannig tilviljanakennt undan því," segir BSRB.

„Sé vilji til breytinga þarf að hefja heildstæða endurskoðun á kerfinu," segir í umsöginni. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×