Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi 2. desember 2010 05:00 flaggskip AMP Bílarnir sem NLE flytur inn eru af gerðinni Chevrolet Equinox frá General Motors og er breytt í rafbíl af AMP.mynd/Nle Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira