Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum 4. janúar 2010 08:48 Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira