Handbolti

Fögnuður Mosfellinga - myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér í gær sæti í N1-deild karla næsta vetur með mögnuðum sigri á Gróttu sem fór fyrir vikið niður í 1. deild.

Stemningin í gamla íþróttasalnum að Varmá í gær var með hreinum ólíkindum.

Troðið út úr dyrum og sungið allan tímann. Það sást varla sá maður sem fékk sér sæti allan leikinn.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og myndi stemninguna á vellinum sem og í stúkunni.

Afraksturinn má sjá í myndaalbúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, fær hér flugferð.Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×