Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. mars 2010 20:51 Árni Þór var markahæstur Akureyringa í kvöld með níu mörk. Fréttablaðið/Stefán Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira