Handbolti

Bónuskvittunin dugar sem frímiði á toppleik FH og Akureyrar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson verður með FH í kvöld.
Bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson verður með FH í kvöld. Mynd/Valli
FH-ingar taka á móti Akureyringum í N1 deild karla í handbolta en deildin fer þá af stað á ný eftir Evrópumótið í Austurríki. Liðin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar og því má búast við hörkuleik í Kaplakrika klukkan 18.30 í kvöld.

Viðskiptavinir Bónus eiga möguleika á að komast frítt á leikinn í kvöld en frítt er á leikinn gegn framvísun kassakvittunar úr Bónus ef verslað hefur verið í þessari viku.

FH-ingar eru með flott umgjörð í kringum leikinn og þeir hvetja því stuðningsmenn sína til að mæta snemma. Meðal annars munu FH goðsagnir grilla hamborgara fyrir leik.

FH vann þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri deildarleik liðanna í Höllinni á Akureyri og FH-ingar slógu líka Akureyringa út úr 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins með 23-22 sigri í leik sem var einnig spilaður í Höllinni á Akureyri.

Akureyringar eiga því harma að hefna frá því í fyrstu tveimur viðureignum liðanna í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×