Handbolti

Björgvin: Seinni bylgja Frakka skar á milli liðanna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel

„Markmið okkar í þessum leikjum var að komast aðeins nær franska liðinu. Ég held að okkur hafi tekist það að vissu leyti," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í dag.

„Við gerðum jafntefli í gær en töpuðum með þremur í dag. Þetta var eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka. Við vorum alls ekki að spila óaðfinnanlega og eigum helling inni. Þessir leikir um helgina hafa verið æfingaleikir en það er kannski bara betra að taka sigurleikinn gegn þeim á einhverju stórmóti."

„Það sem sker á milli þessara liða í dag er að þeir eru með hrikalega sterka seinni bylgju. Þeir búa yfir miklum hraða og styrk," sagði Björgvin sem varði fimmtán skot í dag.

Næstu verkefni landsliðsins eru æfingaleikir gegn Danmörku og Brasilíu í sumar. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland sama hver mótherjinn er. Það skemmtilegasta sem maður gerir að spila fyrir fulla höll. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í handbolta," sagði Björgvin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×