„All out of luck“ í Leifsstöð 16. apríl 2010 06:00 Hreindís Ylfa og Selma Björnsdóttir Rifu sig upp eldsnemma í flug til London en gripu í tómt eins og margir aðrir sem ætluðu frá Leifsstöð í gær til Evrópu. Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Englandi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. „Það þýðir ekkert að pirra sig. Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ sagði Selma Björnsdóttir söngkona sem var meðal fjölmargra sem ekki komust í flug frá landinu í gær vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Um ellefu hundruð manns voru þegar mest lét í Leifsstöð í gærmorgun en fólkinu fækkaði þar jafnt og þétt eftir því sem ljósara varð að flugvellir á áfangastöðum þess í Evrópu myndu haldast lokaðir. Með Selmu í för var söngkonan unga Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm sem var á leið í inntökupróf í leiklistarskóla í London. „Síðasti prufudagurinn er á morgun [í dag],“ sagði Hreindís, sem var enn vongóð þar sem hún stóð í röð með Selmu til að láta endurbóka flug sitt. „Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu með ró. Hvað á maður að gera annað?“ sagði Selma sem sjálf er á leið í leikstjóranám í Bristol. „Ég er nú ekki í neinni hættu með það þótt ég hafi reyndar ætlað að nota helgina til að finna íbúð. Þetta kemur aðallega illa við hana sem er að fara í inntökupróf á morgun og búin að undirbúa sig og borga miða,“ sagði Selma og benti á Hreindísi. Um klukkustund síðar höfðu þær bókað flug út á sunnudag og inntökuprófið úr sögunni. Heppnin var ekki með þeim þennan dag. gar@frettabladid.is Marleen Kaag Hollenska stúlkan Marleen Kaag býr í London og var strandaglópur eftir vikufrí á Íslandi. Marleen sagðist á leið á Nordica Hotel á kostnað Icelandair. Monika Krumlová og Petr Kruml Þessi tékknesku feðgin höfðu ferðast um Ísland og Grænland og biðu þolin-móð eftir flugi til Kaupmannahafnar þaðan sem þau ætluðu heim til Prag. Gerplustelpur Hópur fimleikastúlkna, meðal annars frá Selfossi og Kópavogi, var á leið á Norðurlandamót í Finnlandi. Gerplustúlkur brugðu á leik fyrir frönsk ungmenni sem voru hér í fjögurra daga vísindaferð. Fréttablaðið/Pjetur Höfði að hallað Þeir sem voru í tengiflugi frá Ameríku til Evrópu og fastir í Leifsstöð voru orðnir lúnir eftir lengra ferðalag en stefnt var að. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Englandi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. „Það þýðir ekkert að pirra sig. Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ sagði Selma Björnsdóttir söngkona sem var meðal fjölmargra sem ekki komust í flug frá landinu í gær vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Um ellefu hundruð manns voru þegar mest lét í Leifsstöð í gærmorgun en fólkinu fækkaði þar jafnt og þétt eftir því sem ljósara varð að flugvellir á áfangastöðum þess í Evrópu myndu haldast lokaðir. Með Selmu í för var söngkonan unga Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm sem var á leið í inntökupróf í leiklistarskóla í London. „Síðasti prufudagurinn er á morgun [í dag],“ sagði Hreindís, sem var enn vongóð þar sem hún stóð í röð með Selmu til að láta endurbóka flug sitt. „Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu með ró. Hvað á maður að gera annað?“ sagði Selma sem sjálf er á leið í leikstjóranám í Bristol. „Ég er nú ekki í neinni hættu með það þótt ég hafi reyndar ætlað að nota helgina til að finna íbúð. Þetta kemur aðallega illa við hana sem er að fara í inntökupróf á morgun og búin að undirbúa sig og borga miða,“ sagði Selma og benti á Hreindísi. Um klukkustund síðar höfðu þær bókað flug út á sunnudag og inntökuprófið úr sögunni. Heppnin var ekki með þeim þennan dag. gar@frettabladid.is Marleen Kaag Hollenska stúlkan Marleen Kaag býr í London og var strandaglópur eftir vikufrí á Íslandi. Marleen sagðist á leið á Nordica Hotel á kostnað Icelandair. Monika Krumlová og Petr Kruml Þessi tékknesku feðgin höfðu ferðast um Ísland og Grænland og biðu þolin-móð eftir flugi til Kaupmannahafnar þaðan sem þau ætluðu heim til Prag. Gerplustelpur Hópur fimleikastúlkna, meðal annars frá Selfossi og Kópavogi, var á leið á Norðurlandamót í Finnlandi. Gerplustúlkur brugðu á leik fyrir frönsk ungmenni sem voru hér í fjögurra daga vísindaferð. Fréttablaðið/Pjetur Höfði að hallað Þeir sem voru í tengiflugi frá Ameríku til Evrópu og fastir í Leifsstöð voru orðnir lúnir eftir lengra ferðalag en stefnt var að.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira