Funda um fyrirkomulag viðræðnanna 31. maí 2010 11:56 Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Mynd/Daníel Rúnarsson Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán. Kosningar 2010 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán.
Kosningar 2010 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum