Að „þétta raðirnar“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 9. mars 2010 06:00 Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnarflokkana einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barnalegar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirnar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokkana og milli allra flokka. Ýtrustu kröfur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orkuiðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefjast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinnar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkana". Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall Íslendinga um samstöðu og ný vinnubrögð hefur ríkisstjórn Íslands mistekist að ná samstöðu í þinginu um nokkurn skapaðan hlut. Stífni og krafa um hörð vinstri sjónarmið ríkisstjórnarflokkana einkenna umræðurnar og úr verður argaþras, skortur á samráði, barnalegar yfirlýsingar og vandræðagangur. Á tímum efnahagshamfara þarf að lágmarka innbyrðis átök stjórnmálaflokka á meðan náð er utan um brýnustu verkefnin. Til þess að það sé mögulegt þarf að einbeita sér að því að ná þverpólitískri samstöðu sem tryggir lausnir fyrir íbúa og samfélag. Slíkt vinnulag er við lýði í Reykjavíkurborg og hefur verið frá því að ófarirnar dundu yfir. Borgarfulltrúar hafa sett kraft í að leysa mál og standa sem einn maður í að tryggja velferð barna, mikilvægustu þjónustuþætti og öryggi íbúa. Borgarbúar finna að borginni er stýrt af festu og sanngirni. Hinum megin við Vonarstrætið standa aftur á móti yfir átök innan ríkisstjórnarflokkana og milli allra flokka. Ýtrustu kröfur um vinstri áherslur sem leiða til endalausra deilna, svo sem gríðarlegar skattahækkanir, stopp framkvæmda í orkuiðnaði og smáskammtalækningar í lækkun útgjalda ríkissjóðs eru allt dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki við þegar öllu máli skiptir að slökkva elda og koma málum áfram. Á meðan Alþingi logar í illdeilum bíða Íslendingar vonlitlir eftir lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við lifum á óhefðbundnum tímum sem krefjast óhefðbundinna vinnubragða. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn skynjað þetta þrátt fyrir algeran ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu helgarinnar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segja nú ítrekað að brýnt sé að „þétta raðir ríkisstjórnarflokkana". Þessar yfirlýsingar eru sorglegar og benda til þess að enn sé lagt af stað í vegferð ósamstöðu og átaka í stað þess að leita sátta og samstöðu allra flokka á Alþingi. Höfundur er borgarfulltrúi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun