Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða 7. janúar 2010 14:21 Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira