Fangar eru án gæslu inni á sjúkrahúsum 19. október 2010 05:00 Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Ef fangarnir séu ekki taldir hættulegir séu fangaverðir ekki látnir vakta þá. Fréttablaðið/Vilhelm Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira