Viðskipti innlent

Selja danska starfsemi sína

æðstu stjórnendur farnir Marner Jacobsen bankastjóri og Bjarne Olsen, formaður stjórnar Eik banka, hættu báðir störfum í gær.
æðstu stjórnendur farnir Marner Jacobsen bankastjóri og Bjarne Olsen, formaður stjórnar Eik banka, hættu báðir störfum í gær.

Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik banka hrundi um rúm fimmtíu prósent á dönskum hlutabréfamarkaði klukkustund eftir upphaf viðskipta í gær þegar greint var frá fjárhagsvanda bankans í skugga afskrifta. Hér féllu þau um 35 prósent. Þá tóku bankastjórarnir Marner Jacobsen og Bjarni Olsen poka sína ásamt Frithleif Olsen stjórnarformanni.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að stjórnendur Eik banka eigi í viðræðum við dönsk fjármálayfirvöld þar sem ólíklegt er að hann standist lágmarks kröfur um eiginfjárhlutfall. Eftirlitið gerir kröfu um mörg hundruð milljónir danskra króna í afskriftir áður en ríkisábyrgð fyrir dönsku bankanna fellur úr gildi um mánaðamótin.

Viðræður standa yfir við tvo fjárfesta um eiginfjárframlag, færeyska tryggingafélagið TF Holding og færeysku landstjórnina.

Eik banki er umsvifamesti banki Færeyja en rekur stærsta netbanka Danmerkur. Ákveðið hefur verið að selja dönsku starfsemina, að sögn danska dagblaðsins Börsen. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×