Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning 1. júní 2010 13:30 Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira