Innlent

Bara Hafnfirðingar fá frítt í strætó

Ekki fá allir afslátt Hafnfirðingar frá aldrinum 67 ára ferðast með strætisvögnum án endurgjalds. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með slíkt fyrirkomulag.
Ekki fá allir afslátt Hafnfirðingar frá aldrinum 67 ára ferðast með strætisvögnum án endurgjalds. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með slíkt fyrirkomulag.

Allir Hafnfirðingar yfir 67 ára aldri munu áfram eiga kost á að fá frímiða í strætisvagna þrátt fyrir boðaða hækkun aldursviðmiða Strætó bs.

Eins og fram kom í frétt blaðsins um helgina ákváðu eigendur Strætó bs. að kröfu Reykjavíkurborgar að hækka viðmið vegna afsláttar eldri borgara úr 67 árum í 70.

Við það hækkar verð á stakri ferð einstaklinga á aldrinum 67 til 69 ára úr 80 krónum upp í 350, nema hjá Hafnfirðingum.

Þar hefur viðgengist að eldri borgarar fá strætómiða á þjónustumiðstöð bæjarins án endurgjalds. Til að eiga kost á slíku þarf að framvísa vildarkorti sem bærinn gefur út til allra íbúa 67 ára og eldri.

Hafnfirðingar eru einir með slíkt fyrirkomulag, en ekkert hinna sveitarfélaganna í byggðasamlaginu um strætisvagnareksturinn er með sértækar lausnir fyrir eldri borgara.

Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík gagnrýndi hækkun viðmiðunaraldurs og sagði afsláttinn tilkominn vegna þess að fólk færi jafnan á ellilífeyri 67 ára með tilheyrandi tekjutapi.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×