Innlent

Sólkross tengist ekki rasisma

Jóhanna Harðardóttir Hún er ósátt við notkun á sólkrossinum
Jóhanna Harðardóttir Hún er ósátt við notkun á sólkrossinum

Trúmál Ásatrúarmönnum sárnaði verulega þegar þjóðernissinnar báru fána með sólkrossi á mótmælunum við Alþingishúsið í upphafi mánaðar. Það kemur fram í grein Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða í nýjasta tölublaði fréttabréfs safnaðarins.

Í greininni segir Jóhanna að málflutningur þjóðernissinna sé vægast sagt í mótsögn við anda sólkrossins.

Vitnar hún einnig til þess að heiðið fólk hafi áður mátt þola að tákn Þórshamarsins, sem í augum ásatrúarmanna tákni styrk og vernd, sé nú betur þekkt sem hakakross og samsamað við nasisma.

Jóhanna segir að það sé þyngra en tárum taki að sjá þjóðernissinna nota sólkrossinn í pólitískum tilgangi, en hún vilji ekki snúa baki við tákninu.

„Við megum alls ekki skríða inn í skel og leyfa litlum hópi manna að svívirða helgitákn okkar. Sól­krossinn er ævafornt tákn hins eilífa hringferlis náttúrunnar (sólar hjá sumum), hann er einnig tákn um höfuðáttir og frumkrafta jarðarinnar og hefur ekkert með rasisma og öfgasinnuð hægriöfl að gera. Munum það og látum alla vita."- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×