400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun 27. mars 2010 14:03 Ekið yfir ána yfir í Fljótsdal í dag. Mikil umferð var á svæðinu. Mynd / Egill. Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Gríðarleg umferð er að Skógum þar sem fjölmargir göngumenn leggja af stað til þess að ganga upp á Fimmvörðuháls. Umferðin er svo mikil að óhætt er að tala um umferðaröngþveiti. Þá eru fjölmargir á leiðinni í Fljótsdal til þess að skoða gosið. Aka þarf malarveg og yfir á til þess að komast leiðar sinnar en lögreglan fylgist vel með og gengur furðuvel að sögn fréttamanns Stöðvar 2 sem var á vettvangi. Erlend kona sem hugðist horfa á gosið frá Emstrum í Fljótsdal varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem lítið sást um hádegisbilið vegna sólar þar sem hún skein úr suðurátt. Þá sögðu framreiðslustúlkur á veitingastað á Hvolsvelli að þarna væri meiri umferð ferðmanna heldur en á góðum degi að sumri til. Lögreglan segir umferðina hafa gengið mjög vel. Eitthvað hafi þó verið um ökumenn sem virtu ekki lokanir á fjallavegum. Vill lögreglan benda almenningi að virða takmarkanir, þær eru ekki settar af ástæðulausu, enda eru eldgos stórhættuleg fari menn ekki gætilega. Þá vonaðist lögreglan til þess að ferðamenn sem ganga upp Fimmvörðuhálsinn séu vel búnir. Lögreglan áréttar að það er mjög kalt uppi á Fimmvörðuhálsi og þeir sem eru illa búnir eða reynslulausir eiga ekkert erindi fótgangandi að gosinu. Um tíu tíma göngu er að ræða auk þess sem það er hvöss norðanátt en göngumenn ganga í norður upp að gosstöðinni og eru því með vindinn í fanginu alla leiðina að gosinu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Gríðarleg umferð er að Skógum þar sem fjölmargir göngumenn leggja af stað til þess að ganga upp á Fimmvörðuháls. Umferðin er svo mikil að óhætt er að tala um umferðaröngþveiti. Þá eru fjölmargir á leiðinni í Fljótsdal til þess að skoða gosið. Aka þarf malarveg og yfir á til þess að komast leiðar sinnar en lögreglan fylgist vel með og gengur furðuvel að sögn fréttamanns Stöðvar 2 sem var á vettvangi. Erlend kona sem hugðist horfa á gosið frá Emstrum í Fljótsdal varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem lítið sást um hádegisbilið vegna sólar þar sem hún skein úr suðurátt. Þá sögðu framreiðslustúlkur á veitingastað á Hvolsvelli að þarna væri meiri umferð ferðmanna heldur en á góðum degi að sumri til. Lögreglan segir umferðina hafa gengið mjög vel. Eitthvað hafi þó verið um ökumenn sem virtu ekki lokanir á fjallavegum. Vill lögreglan benda almenningi að virða takmarkanir, þær eru ekki settar af ástæðulausu, enda eru eldgos stórhættuleg fari menn ekki gætilega. Þá vonaðist lögreglan til þess að ferðamenn sem ganga upp Fimmvörðuhálsinn séu vel búnir. Lögreglan áréttar að það er mjög kalt uppi á Fimmvörðuhálsi og þeir sem eru illa búnir eða reynslulausir eiga ekkert erindi fótgangandi að gosinu. Um tíu tíma göngu er að ræða auk þess sem það er hvöss norðanátt en göngumenn ganga í norður upp að gosstöðinni og eru því með vindinn í fanginu alla leiðina að gosinu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira