Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað 22. maí 2010 13:24 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00
Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum