Viðskipti erlent

Vill draga gíruga bankastjóra fyrir dómstóla í Bretlandi

David Cameron formaður breska Íhaldsflokksins segir að hann vilji að gírugir bankastjórar landsins verði dregnir fyrir dómstóla fyrir að hafa komið Bretlandi á hnéin.

Cameron vill að bankastjórarnir sæti rannsókn og að síðan verði refsimál höfðuð á hendur þeim. Hann segir að viðbrögð breskra stjórnvalda gagnvart hugsanlegu sakhæfu atferli bankastjórann séu lítil og óljós miðað við það sem er í gangi í Bandaríkjunum.

Í samtali við Sky News í gærkvöldi kom fram í máli Cameron að einnig þyrfti að fara vel í saumana á því eftirlitskerfi sem nú er yfir bönkunum. Augljóst væri að það hefði brugðist.

Fram kom í máli hans að meðan að breska fjármáleftirlitið og efnahagsbrotadeild landsins hafi aðeins hafið ein málaferli vegna fjármálakreppunnar hefði FBI sett 177 starfsmenn sína í að rannsaka eingöngu starfsemi fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×