Fastlega er búist við því að miðjumaðurinn Rafael van der Vaart muni yfirgefa herbúðir Real Madrid þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju í janúar.
Ítölsku bikarmeistararnir í Lazio og sagðir mjög áhugasamir forsetinn Claudio Lotito hjá Lazio hefur staðfest í viðtali við AS að Ítalirnir séu að fylgjast með gangi mála hjá van der Vaart.
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum gæti hollenski landsliðsmaðurinn, sem hefur einnig verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni, verið falur fyrir 8 milljónir evra en Real Madrid keypti hann á 13 milljónir evra í fyrra.