Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2009 11:26 Turner, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, yfirgefur fund Downingstræti 10 eftir fund með forsætisráðherra. Mynd/ AFP Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira